Hildur Lilliendahl krafin um þrjár milljónir vegna Hlíðamálsins

Tveir menn, sem voru sakaðir voru um nauðgun í Hlíðamálinu svokallaða, hafa stefnt Hildi Lilliendahl Viggósdóttur fyrir færslu sem hún skrifaði á Facebook vegna málsins. Mennirnir krefja Hildi um 1,5 milljónir króna hver um sig. Það er Rúv sem greinir frá þessu.

Málið vakti mikla athygli í nóvember árið 2015 eftir að Fréttablaðið greindi frá því að tveir karlmenn væru grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot og að þeir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ríkissaksóknari felldi svo málið niður  í byrjun árs 2016.

Auk Hildar stefna mennirnir annari konu sem skipulagði mótmæli við lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna málsins um um fjórar milljónir.

Í stefnunni er þess krafist að ummæli Hildar verði dæmd dauð og ómerk. Samkvæmt henni er Hildur sögð hafa fullyrt að mennirnir hefðu notað sérútbúan íbúð til þess að nauðga konum.

Auglýsing

læk

Instagram