Hópur ungmenna söng afmælissönginn fyrir Kourtney Kardashian fyrir utan Bæjarins beztu

Kourtney Kardashian, eldri systir Kim, varð 37 ára í dag og fagnaði afmælinu ásamt föruneyti sínu Grillmarkaðnum í gær. Það vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum að fjölskylduvinurinn Jonathan Cheban pantaði sér hrossakjöt en það sagðist hann hafa gert í rannsóknartilgangi.

Cheban hefur verið duglegastur að uppfæra Snapchat í föruneyti Kardashian-systra og Kanye West. Hann lét vel af hrossakjötinu og líkti mýktinni við smjör. Kim var hins vegar afar döpur yfir því að hann hafi lagt sér hrossakjöt til munns.

Kourtney og Jonathan skoðuðu Reykjavík í dag og voru á tímabili elt af tugum ungmenna sem tóku myndir og sungu afmælissönginn fyrir hana eftir að hún fékk sér pylsu á Bæjarins Beztu.

Kim fékk sér einnig pylsu og var augnablikið að sjálfsögðu fangað á samfélagsmiðlum.

Kourtney og Jonathan komu einnig við í Geysi og verslun 66°Norður í miðbænum. Gríðarlegur fjöldi fólks fylgdi þeim að búðunum sem voru lokaðar á meðan þau versluðu.

Kanye West fór í þyrlu á Hótel Rangá í morgun þar sem mikill viðbúnaður var fyrir komu kappans. Hann hyggst taka upp tónlistarmyndband hér á landi.

Kim ásamt ungum aðdáanda á 101 hóteli

https://twitter.com/KKWUpdates/status/722104777581178881

Og hér má sjá Kim og hóp aðdáenda fyrir utan 101 hótel

https://twitter.com/KKWUpdates/status/722100867147677696

Hópurinn fór út úr borginni síðdegis í dag og samkvæmt Snapchat voru þau á leiðinni í þyrluflug.

Auglýsing

læk

Instagram