Hörður birtir auglýsingu sem hann þorði ekki að birta í fyrra: „Dickpic-deilir var þriðji, erkidóninn sá“

Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands, birti í dag auglýsingu á Twitter sem hann þorði ekki að birta í fyrra. Auglýsingin segir frá jólasveininum „Dickpic-deili“ sem stundaði það að senda myndir af „félaganum.“ Horfðu á auglýsinguna hér fyrir neðan.

Macland hefur lent í allskonar veseni vegna auglýsinga sinna en Neytendastofa bannaði auglýsingu verslunarinnar í fyrra. Í bréfi frá Neytendastofu kom fram að auglýsingin brjóti gegn lögum meðal annars vegna þess að börn eru sýnd halda á símum sem springa í höndum þeirra. Neytendastofa taldi að auglýsingarnar væru til þess fallnar að vekja þau hughrif að aðrir símar en iPhone springi.

Það er reyndar ekki úr lausu lofti gripið þar sem tæknirisinn Samsung tók Samsung Galaxy Note 7 síma úr umferð í fyrra eftir fjölmargar tilkynningar um að símarnir væru að springa.

Spurningin núna er því: Hvaða hughrif vekur þessi auglýsing meðal barna?

Auglýsing

læk

Instagram