Hverjir græða á sölunni á CCP? Listinn sýnir eigendurna sem moka inn milljörðum

Eins og fjölmiðlar hafa greint frá í dag þá hefur kóreski leikjaframleiðandinn Pearl Abys keypt íslenska leikjaframleiðandann CCP á um 46 milljarða íslenskra króna. CCP var stofnað árið 1997 og helsta varan er leikurinn EVE Online.

Hér má sjá lista yfir stærstu hluthafa CCP fyrir kaupin. Listinn var birtur á mbl.is í dag

  • Novator og tengdir aðilar 43,42%
  • NEA 23,11%
  • General Catalyst 21,3%
  • Hilmar Veigar Pétursson 6,51%
  • Aðrir minni hluthafar 5,66%

Björgólfur Thor Björgólfsson er á bakvið Novator og fær um 20 milljarða fyrir söluna. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fær um þrjá milljarða af sölunni.

Novator varð stærsti hluthafi CCP árið 2005. NEA er framtakssjóður og General Catalyst eru fjárfestingafélög. Í frétt mbl.is segir að kaupverðið verði greitt í reiðufé, að hluta til í haust þegar gengið verður frá endanlegum samningum. Hinn hluti greiðslunnar veltur á árangurstengdum markmiðum til tveggja ára.

CCP heldur áfram að starfa sem sjálfstæð heild og heldur óbreyttum rekstri í Reykjavík, London og Sjanghæ.

Auglýsing

læk

Instagram