Hvetja ferðamenn til að fara í kirkjugarð um jólin, garðarnir breyti um svip þegar fjöldi fólks vitjar leiða

Ferðamönnum er bent á að kíkja í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og í Fossvogskirkjugarð á aðfangadag þar sem kirkjugarðarnir breyta um svip þegar þangað er stöðugur straumur fólks.

Þetta segir Ásthildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, í samtali við Vísi.

Fjölmargir fara að leiðum ástvina sinna á þessum tíma árs, kveikja á kerti og skilja eftir blóm.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook-síðu embættisins í morgun en þar var minnt á að búast megi við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu og aðfangadag.

Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.

Auglýsing

læk

Instagram