Starfsfólk Icelandair flippar í iPad sem gleymdist

Ný frétt kl. 19.51: Störf flipparana ekki í hættu

Notandi á samskiptasíðunni Reddit birtir þessar myndir af starfsfólki Icelandair og IGS, sem annast flugvallaþjónustu við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli. Mikil umræða hefur skapast um málið á Reddit.

Myndirnar fann notandinn í iPadinum sínum sem hann gleymdi í flugvél Icelandair. Hann leggur mikla áherslu á að honum finnist ekkert að uppátæki starfsfólksins. „Höfum eitt á hreinu: Ég fékk frábæra þjónustu. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið iPadinn minn aftur og ég vona að enginn reyni að vera með einhver leiðindi í garð starfsfólksins,“ skrifar hann.

Aðrir notendur benda á að starfsfólkið gæti lent í vandræðum en hann undirstrikar von sína um að það gerist ekki:

Ég áttaði mig í sannleika sagt ekki á því að það gæti gerst. En mér finnst þetta frábært og ég kann bara betur við Icelandair, ef eitthvað er. Þannig að ég vona að enginn lendi í vandræðum útaf þessu.

Spurður hvort iPadinn hafi ekki verið læstur segir hann að svo hafi verið en bætir við að hægt sé að taka myndir án þess að opna tækið og án þess að fá aðgang að öðrum myndum.

EKHS7C4

Auglýsing

læk

Instagram