Innfluttur búnaður notaður til að reyna að stöðva rigninguna á menningarnótt

Auglýsing

Sérstakur búnaður var fluttur til landsins til að hafa áhrif á úrkomu á menningarnótt, samkvæmt heimildum Nútímans. Búnaðurinn var staðsettur á þaki Gamla bíós og átti að koma í veg fyrir rigningu á meðan hátíðarhöldin stóðu sem hæst.

Sömu heimildir herma að um breskt tilraunaverkefni sé að ræða og að sérfræðingar hafi komið með til landsins til að stýra búnaðinum. Samskonar búnaður hefur áður verið fluttur til landsins og notaður á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.

Mikil rigning var í Reykjavík á laugardag en eftir klukkan 17 var eins og skrúfað hafi verið fyrir krana. Búnaðurinn er aðeins nýttur til að reyna að hafa áhrif á úrkomu á litlum svæðum.

Heimildir Nútímans herma að búnaðurinn hafi verið prófaður á öðrum stað í Reykjavík áður en honum var komið fyrir á þaki Gamla bíós þar sem hann var um kvöldið.

Auglýsing

Svokallaður Cloud Seeding-búnaður er notaður víða um heim þó virkni hans sé umdeild. Ekki var um slíkan búnað að ræða í Reykjavík þó virknin eigi að vera svipuð.

Á vísindavefnum Quest kemur fram að stjórnvöld í Kaliforníu hafi horft til Cloud Seeding-tækninnar til að bregðast við miklum þurrkum í ríkinu. Tæknin er bæði notuð til að reyna að framkalla og stöðva rigningu en samkvæmt Jeff Tilley, sérfræðingi hjá Desert Research Institute í Reno í Nevada þurfa skýin að vera til staðar — búnaðinum er ekki ætla að framkalla ský á himninum.

Á vefnum Physics.org kemur fram að erfitt sé að fullyrða að tæknin virki.

Bent er á að tilraunir í Ástralíu, Frakklandi, Spáni og í Bandaríkjunum hafi reynst farsælar. Þá er fullyrt að tæknin hafi virkað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Kína árið 2008. Það er einnig bent á að nýlegar rannsóknir sýni fram á að tæknin virki ekki eins vel og áður var talið.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram