Ísland vann Úkraínu og Króatía tapaði á móti Tyrklandi

Ísland vann Úkraínu 2-0 á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM karla í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur eftir sárt tap á móti Finnlandi á laugardag.

Sjá einnig: Jón Daði sýnir hvar hann skoraði fyrstu mörkin sín: „Maður notaði trén sem stangir“

Leikurinn var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var hins vegar frábær í kvöld en Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands.

Tyrkland vann Króatíu sem þýðir að Ísland og Króatía eru bæði með 16 stig á toppi I-riðils. Króatía er þó með hagstæðari markatölu og er því á toppi riðilsins. Tyrkland og Úkraína eru í 3. og 4. sæti með 14 stig.

Auglýsing

læk

Instagram