Íslandsbanki skýtur nett á úraævintýri Óla Geirs

Auglýsing

Íslandsbanki setti í gær færslu á Twitter sem vakið hefur mikla athygli. Í færslunni er skotið nett á athafnamanninn Óla Geir sem hefur verið harðlega gagnrýndur og sakaður um að endurselja ódýr úr undir nafninu Nora Watches á uppsprengdu verði. 

Viðskipti Óla með úr voru mikið í umræðunni á þriðjudaginn og DV fjallaði um málið eftir að Twitter-notandinn Daníel Ólafsson bar saman úr sem Nora Watches selur og úr sem seld eru á vefsíðunni Gearbest.com. Úrin sem virðast samskonar kosta tæplega 3.000 krónur á Gearbest en samkvæmt vefsíðu Nora Watches kostar ekkert úr þar minna 15 þúsund krónur.

Í gær kynnti Íslandsbanki svo nýtt úr sem mörgæsin Georg og félagar eru að vinna í. „Vorum að klára þetta úr. Coming soon, nýir og spennandi tímar framundan hjá GOGGA,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan en eins og glöggir lesendur sjá er þetta sami texti og Óli Geir notaði þegar hann kynnti nýja úrið frá Nora Watches. 

Auglýsing

Færslan hefur hlotið töluverða athygli á Twitter en ekki eru allir hrifnir af uppátækinu. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið eru fjölmiðlamennirnir Hjörvar Hafliðason og Þorkell Máni Pétursson.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram