Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Bandaríkjunum grunaður um morð, yfirgaf bar ásamt hinni látnu fyrir fjórum árum

Magni Böðvar Þorvaldsson, 42 ára gamall Íslendingur, hefur verið í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í tíu daga, grunaður um morð.

Stundin greinir frá málinu.

Um er að ræða fjögurra ára gamalt óleyst morðmál. Fórnarlambið var hin 43 ára Sherry Prather en síðast sást til hennar á lífi 12. október 2012 þegar hún yfirgaf bar ásamt Magna Böðvari á mótorhjóli.

Í byrjun nóvember sama ár bárust lögreglu upplýsingar um líkamsleifar nálægt Braddock Road í Jacksonville og var það lík Sherry.

Magni var yfirheyrður af lögreglu skömmu eftir líkfundinn og hefur hann alltaf sagst vera saklaus. Lögregla taldi þá ekki ástæðu til að ætla að hann hefði komið nálægt morðinu en nú, fjórum árum síðar hefur lögregla handtekið hann. Hann situr í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morð, líkt og kemur fram í frétt Stundarinnar. 

Auglýsing

læk

Instagram