Jerome Jarre þénar 4 milljónir fyrir hvert Snap

Flestir muna eftir frönsku netstjörnunni Jerome Jarre, sem olli öngþveiti í Smáralind í janúar, ásamt félaga sínum, Nash Grier. Þúsundir ungra aðdáenda félaganna söfnuðust saman eftir að Jarre auglýsti komu sína þangað á samskiptamiðlinum Vine og ófremdarástand skapaðist í verslunarmiðstöðinni.

Jarre þénar háar upphæðir með hjálp samskiptamiðla á borð við Vine og Snapchat.  Samkvæmt vefútgáfu tímaritsins Adweek rukkar hann fyrirtæki um 25 þúsund dali, tæpar þrjár milljónir króna, fyrir færslur á Vine og 35 þúsund dali, um fjórar milljónir króna, fyrir að senda Snapchat skilaboð til aðdáenda sinna, sem hlaupa á milljónum.

Jarre er aðeins 23 ára gamall og það er ekki langt síðan hann flutti til New York með báðar hendur (nánast) tómar:

Þegar ég kom til New York var ég heimilislaus með 400 dali í vasanum. Í sannfærði náunga um að leyfa mér að sofa á gólfinu í íbúðinni hans og sannfærði svo Gary [Vaynerchuck, markaðsmann] um að stofna með mér fyrirtæki. Hann vissi ekki að ég svaf á gólfinu á skrifstofunni hans í hálft ár.

Í dag vinnur Jarre fyrir fjölbreyttan hóp fyrirtækja, frá MTV til risa borð við General Electric.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Adweek um Jarre

 

Auglýsing

læk

Instagram