Jói hvetur fólk til að skríða í rokinu

Jóhannes Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri Hamborgarafabrikkunnar, varar fólk við rokinu í tilkynningu sem hann sendi frá sér rétt í þessu. Hann hvetur fólk til að skríða í stað þess að hlaupa.

Jói hvetur fólk sem ætlar að sækja Hamborgarafabrikkuna á Höfðatorgi í dag að vara sig á veðrinu og nýta sér bílastæðakjallarann undir turninum.

Vindhraðinn við Höfðatorg getur orðið mikill, sérstaklega við enda turnsins, og hafa slys átt sér stað þegar fólk missir fótana í vindhviðunum. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að það er þjóðráð að skríða í miklum vindi en alls ekki reyna að hlaupa á undan honum. Það getur hreinlega lyft fólki á flug.

Vindstrengurinn við Höfðat0rg er landsþekktur og margir hafa lent þar í vandræðum.

Frétt Nútímans um blóðuga manninn sem Jón Jónsson hjálpaði við Höfðatorg í lok síðasta árs vakti mikla athygli. Þá var einmitt mikið rok fyrir utan.

Maðurinn sem Jón hjálpaði datt beint á nefið svo að það blæddi úr. Hann var á leiðinni í Arion banka hinumegin við götuna og Jón hjálpaði honum áleiðis svo að hann gæti fengið plástur á sárið.

Auglýsing

læk

Instagram