Jón Jónsson gefur út lagið Með Þér: „Bubbi er hvort sem er vinur minn“

Auglýsing

Söngvarinn Jón Jónsson sendi í dag frá sér nýtt lag á Spotify. Lagið sem heitir Með Þér gerði Jón í samstarfi við Pálma Ragnar Ásgeirsson.

Jón segir í samtali við Nútímann að gítarstefið úr laginu hafi fæðst fyrir um ári síðan þegar þeir félagar voru að vinna að öðru efni.

Sjá einnig: Jón Jónsson og Friðrik Dór kíktu á rúntinn og hentu í besta bílakarókí sem þú munt sjá

„Pálmi veit hvað hann syngur þegar kemur að popptónlist svo ég að sjálfsögðu hlýddi þegar hann sagði mér að taka þetta lengra. Lagið varð til stutt seinna og var í raun alveg fullklárað í febrúar en þá var það á ensku,“ segir Jón.

Auglýsing

Þeir tóku upp þráðinn á ný nú í haust og ákváðu að snara því yfir á íslensku.„Þá heyrir maður í textavélinni Friðrik Dór. Hann átti þá hugmynd um að semja texta um eitthvað sem var. Með þá hugmynd í farteskinu samdi ég þennan texta.“

Jón segir að þrátt fyrir að lagið Með þér eftir Bubba Morthens sé eitt vinsælasta brúðkaupslag heims hafi hann ákveðið að lenda sínum titli þar.

„Bubbi er hvort sem er vinur minn. Afhverju er ég að tala um Bubba? Tölum um Með þér, með mér, það er gott lag og ég hvet alla til að hlusta.“

Miðasala á árlega tónleika Jóns í Háskólabíói sem fara fram í desember hefst í dag klukkan 10 á Tix.is.

Hlustaðu á Með þér

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram