Jón Sigurðsson hagnaðist um 367 milljónir á sex mínútum

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, græddi 367 milljónir á sex mínútum þegar hann nýtti sér kauprétt á bréfum í fyrirtækinu og seldi þau samstundis. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Á vef Viðskiptablaðsins kemur fram að stoðtækjaframleiðandinn Össur hafi sent frá sér tilkynningar á danska markaðnum fyrir skömmu þar sem greint var frá viðskiptum Jóns með bréf í félaginu. Hann keypti 1.250.000 bréf af Össuri og seldi strax aftur út á markaðinn.

Sex mínútum eftir kaupin seldi Jón hlutina á talsvert hærra verði en hann keypti þá á. Hann hagnaðist því um 293,7 íslenskar krónur á hvern hlut og heildarhagnaðurinn var rúmlega 367 milljónir króna.

Kaupin voru hluti af kaupréttarsamningi sem Össur og Jón gerðu árið 2012 en samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins eru slíkir samningar algengir.

Auglýsing

læk

Instagram