Kærir Netflix og framleiðendur Making a murderer fyrir ærumeiðingar

Andrew Colborn, einn lögreglumannanna sem vann að morðmáli Steven Avery sem hefur vakið athygli í þáttunum Making a murderer, hefur sakað Netflix og framleiðendur þáttanna um að gefa það í skyn að hann hafi viljandi reynt að láta líta út fyrir að Avery væri sekur.

Hann er nú búinn að kæra Netflix og framleiðendur Making a murderer þáttanna fyrir ærumeiðingar. Hann segir að þættirnir vinsælu saki hann ranglega um að koma sök á Avery og Brendan Dassey með því að gefa það í skyn að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum.

Samkvæmt The Wrap segir í kærunni að enginn starfsmaður lögreglu eða yfirvalda hafi komið fyrir sönnunargögnum og að það hafi ítrekað verið sannað. Þrátt fyrir það að haugur af sönnunargögnum sanni sekt Avery og Dassey og mikill skortur sé á sönnunargögnum sem sanni ólögleg vinnubrögð lögreglu hafi þættirnir misvítandi leitt áhorfendur að þeirri niðurstöðu að lögreglumenn hafi komið fyrir sönnunargögnum.

Auglýsing

læk

Instagram