Katrín Jakobsdóttir og Reykjavíkurdætur á alþjóðlegri ráðstefnu á sviði kynjafræða: „Bandalag öfga hægri flokka hefur valið sér marga óvini“

Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og rappsveitin Reykjavíkurdætur voru á meðal þeirra sem tóku þátt í opnun alþjóðlegrar ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag. Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Ráðstefnan er haldin af norræna tímaritinu NORA undir yfirskriftinni; Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics og var skipulögð af RIKK – rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum, Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og EDDU – Rannsóknasetri við Háskóla Íslands.

Katrín fjallaði um uppgang öfga afla í Evrópu í erindi sínu og um það pólitíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr. Í ræðu sinni sagði hún meðal annars:

„Bandalag öfga hægri flokka hefur valið sér marga óvini. Ráðist er gegn innflytjendum og minnihlutahópum og þeir gerðir að blórabögglum fyrir allt sem miður hefur farið í tengslum við hnattvæðingu og nýfrjálshyggju undanfarinna áratuga. Réttindum hinsegin fólks er víða ógnað, stundum í þeim tilgangi einum að ná til trúaðra kjósenda. Annað skotmark eru femínismi og kynjafræði, og kvenfrelsi almennt. Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið er undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.“

Auglýsing

Reykjavíkurdætur tróðu upp á opnuninni en eftir hana fékk Katrín að vera með þeim á mynd. „Forsætisráðherran okkar fékk að vera með í genginu í dag eftir ráðstefnu-gigg. Það er örugglega út af því sem að sólin ákvað að láta sjá sig,“ segir í færslu á Instagram-síðu hljómsveitarinnar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram