Katrín Tanja í auglýsingaherferð Reebok með Gal Gadot og Ariana Grande

Auglýsing

Katrín Tanja Davíðsdóttir Crossfit-stjarna er í einu af aðahlutverkunum í nýrri auglýsingaherferð Reebok, #BeMoreHuman að því er kemur fram í frétt Vísis.

Hún prýðir auglýsingaherferðina ásamt heimsfrægum konum á borð við fyrirsætuna Gigi Hadid, leikkonurnar Gal Gadot og Danai Gurira og tónlistarkonuna Ariönu Grande.

Herferðin gengur út á að fagna sterkum konum sem hafa jákvæð áhrif á og breyta umhverfi sínu til hins betra.

„Ég er stolt af því að vera kona með vöðva,“ segir Katrín Tanja en hún bætir einnig við að stelpur geti allt sem strákar geri í Crossfit því þar fái þau sömu tækifæri

Ariana Grande segir það að taka sjálfa sig í sátt og þróast með tímanum geri hana mannlega

Auglýsing

Gal Gadot gefur yngri útgáfu af sjálfri sér ráð en hún mælir með að ungar stúlkur hætti að vera of harðar við sig og verði ekki hræddar við að gera mistök

Fyrirsætan Gigi Hadid reynir að fara út fyrir þægindarammann og segir mikilvægt að finna hluti í hversdags lífinu sem veiti sér hamingju og innblástur

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram