Kofi Annan látinn áttræður að aldri

Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, er látinn áttræður að aldri eftir stutt veikindi. Fjölskylda hans tilkynnti andlátið á Twitter-síðu hans fyrir stundu. BBC greinir frá.

Annan var Ganverji og sjöundi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna en því hlutverki gengdi hann frá 1997 til 2006. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels ásamt Sameinuðu þjóðunum árið 2001 fyrir framlag sitt til friðar í heiminum, ásamt því að berjast gegn útbreiðslu HIV í Afríku og gegn hryðjuverkastarfsemi.

Annan fæddist 8. apríl árið 1938 í Kumasi í Gana. Undanfarin ár bjó hann í Sviss með eiginkonu sinni sænska lögfræðingnum Nane Mariu Lagergren. Annan var í faðmi fjölskyldunnar, eiginkonu sinnar og barna sinna þegar hann lést.

Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Twitter-síðu hans í morgun

António Guterres núverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna minntist forvera síns

Nana Akufo-Addo forseti Gana sagðist sorgmæddur að heyra af fráfalli landa síns

Forsætisráðherra Bretlands Theresa May sendi fjölskyldu Annan samúðarkveðjur og sagði hann hafa yfirgefið betri heim en hann fæddist í

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins NATO sagði Sameinuðu þjóðirnar og heiminn allan hafa missti mikilmenni

Auglýsing

læk

Instagram