Kók aftur selt í Smárabíó, margra ára útlegð lokið

Um mánaðarmótin verður hægt að kaupa kók með poppinu í Smárabíó. Nýr samningur var gerður við Vífilfell um sölu drykkja en fyrri samningur var við Ölgerðina.

Tilboð Vífilfells tekur gildi á miðvikudaginn, 1. febrúar.

Vísir greinir frá þessu.

Samningur var gerður við Ölgerðina fyrir um sex árum um að aðeins yrðu seldir gosdrykkir frá Ölgerðinni í kvikmyndahúsunum. Nú hefur kókið aftur á móti snúið aftur. Aðrir drykkir á borð við Fanta, Sprite og Víking Bjór verða einnig í boði.

Sambíóin gerðu samning við Ölgerðina árið 2013 og selja aðeins drykki frá Ölgerðinni.

Áður var hægt að fá kók í Laugarásbíó og Bíó Paradís.

Auglýsing

læk

Instagram