Konur í vísindum ætla að stíga fram og deila sögum af áreitni og ofbeldi

Stofnaður hefur verið lokaður hópur fyrir konur sem starfa innan vísindasamfélagsins þar sem þær deila sögum af áreitni og ofbeldi. Þær bætast þá í hóp kvenna sem hafa stigið fram og safnað sögum af kynferðislegu áreiti og ofbeldi innan sinna stétta. Þær munu á næstu dögum senda frá sér nafnlaust skjal þar sem frásögnum af reynslu kvenna verður deilt opinberlega.

Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins segir í samtali við Vísi.is að um sé að ræða stóran og breiðan hóp kvenna. „Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum,“ segir Silja.

Auður Önnu- Magnúsdóttir, ein þeirra sem að hópnum standa sagði í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að það hefði tekið á að lesa sumar þær sögur sem birst hafi í hópnum. Hún sagði að nú væri tími til kominn til að hætta meðvirkni. „Það er ekki okkar að þegja yfir þessu,“ segaði Auður.

 

Auglýsing

læk

Instagram