„Krakkar hafa kallað á eftir mér „Jón forseti“ úti á götu“

Íslendingar vilja að Jón Gnarr verði næsti forseti Íslands, samkvæmt könnun Fréttablaðsins.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47 prósent vilja fá Jón Gnarr í embætti forseta. Næst flestir sögðust vilja Ólaf Ragnar Grímsson og Rögnu Árnadóttur en stuðningurinn við Jón var afgerandi mestur í könnuninni.

Í viðtali við Fréttablaðið segir Jón að niðurstöðurnar komi sér ekki á óvart en hann er bæðið þakklátur og snortinn:

Það hefur ekki farið fram hjá mér að margir eru að velta þessu fyrir sér og ég er mikið spurður út í þetta. Krakkar hafa kallað á eftir mér „Jón forseti“ úti á götu og eru greinilega mikið að pæla í þessu. Einnig hef ég séð margar umræður á Facebook um þetta og fólk á förnum vegi talar um þetta við mig, ég finn eiginlega fyrir þessu á hverjum degi. Ég er bara snortinn yfir að fólk skuli meta mig svona mikils eða hugsa svona hlýlega til mín.

Jón segist þurfa að hugsa málið en hann hefur nægan tíma, næsti forseti verður kjörinn árið 2016.

„Ég ætla að taka mér svona umþóttunartíma, kallast það ekki það? Ég ætla að finna mér tíma til að hugleiða þetta og reyna svo að svara skýrt og skorinort eins fljótt og ég treysti mér til, svo að fólk sé með þetta á hreinu. Ég vil hafa hlutina á hreinu og ætla ekki að leika neinn leik. Mér leiðast svona leikir. Hef aldrei skilið þá,“ segir í Jón í viðtali Fréttablaðsins.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.

Auglýsing

læk

Instagram