Leggur til að kosningaréttur efnaðra karlmanna verði afturkallaður í 72 ár

„Kosningaréttur er byrjun en við eigum enn langt í land,“ segir Reykjavíkurdóttirin og útvarpskonan Anna Tara Andrésdóttir í pistli á mbl.is sem er birtur í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Anna Tara segist fyllast gremju við tilhugsunina um þakklæti fyrir kosningarétt.

Ég velti fyrir mér hversu margir karlmenn eru þakklátir fyrir kosningarétt sinn. Ég legg til að við jöfnum leikinn. Afturköllum kosningarétt efnaðra karlmanna í 72 ár. Það gæti jafnvel leyst efnahagsvandamál þjóðarinnar. Finnst þér þetta öfgafullt?

Anna veltir fyrir sér í pistlinum að snúa þekktum kynjahlutföllum við.

„Í ríkisstjórn ættu að vera eingöngu konur um tíma, síðan væri hægt að bæta nokkrum körlum við en þeir yrðu aldrei meira en um 43% ráðherra og aldrei nokkurn tímann í meirihluta,“ skrifar hún.

Sjá einnig: Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband

„Tekjuhæstu forstjórar landsins ættu að vera um 90% konur. Þá myndi eitthvað spennandi gerast. Æðstu stjórnendur fyrirtækja ættu að vera 90% konur og þannig stjórna efnahagsmálum í íslensku samfélagi. Kvikmyndagerð ætti að vera rekin af konum en þar væru þó um 15% karlar.

Í tónlistarheiminum ættu konur að ráða ríkjum og stjórna tónlistarhátíðum, útgáfufyrirtækjum, félögum, ráðum og fleira. Miðum við að mest seldu plötur landsins verði um 86% plötur kvenna.“

Ef þetta yrði að veruleika myndu konur bregðast við með því að segja körlum að hætta þessari fórnarlambsvæðingu og vera ekki að búa vandamálin til, skrifar Anna Tara.

„Þeir ættu að líta í eigin barm og velta fyrir sér hvort þeir væru ekki orðnir of öfgafullir, og meina það á mjög neikvæðan máta.“

Smelltu hér til að lesa pistil Önnu Töru.

Auglýsing

læk

Instagram