Leikur Kim Kardashian þénar 80 milljónir á dag

Snjallsímaleikurinn Kim Kardashian: Hollywood þénar um 700.000 dali, rúmlega 80 milljónir íslenskra króna á dag.

Leikurinn snýst um að búa til persónu og koma henni á hinn svokallaða A-lista í Hollywood en stærstu stjörnur heims eru á honum. Til að komast á A-listann þarf spilarinn að vingast við frægt fólk, fara í myndatökur og klæðast dýrum fötum.

Semsagt: Lifa lífinu eins og Kim Kardashian.

Leikurinn er frír en spilararnir eyða raunverulegum peningum í föt, hárgreiðslur og orku fyrir persónurnar sínar. Því meira sem persónan í leiknum gerir, því hraðar fetar hún metorðastigann í Hollywood, af E-listanum á A-listann.

Ef leikurinn heldur áfram að raka inn peningum jafn hratt og í dag þénar hann 200 milljónir dala á útgáfuári sínu. Það kæmi leiknum í úrvalsdeild snjallsímaleikja fyrir síma á borð við Candy Crush.

Auglýsing

læk

Instagram