Leita ökumanns flutningabílsins á sjúkrahúsum Berlínar, telja hann hafa slasast þegar hann rændi bílnum

Lögregla í Þýskalandi er sögð leita mannsins sem ók flutningabíl hlöðnum stálbitum inn á jólamarkað í Berlín í Þýskalandi á mánudagskvöld á sjúkrahúsum borgarinnar. Tólf létu lífið í árásinni og tæplega fimmtíu slösuðust.

Talið er hugsanlegt að maðurinn sé vopnaður.

Örskýring: Maður ók flutningabíl hlöðnum stálbitum á fullri ferð inn á jólamarkað í Berlín

Árásarmaðurinn rændi bílnum nokkrum klukkustundum áður og myrti ökumanninn. Talið er að maðurinn hafi slasast í átökunum og vonast lögregla til að að þetta komi henni á sporið.

Lögregla styðst við lífssýni, sem tekin voru úr bílnum, við leitina að árásarmanninum.

Ökumaðurinn sem var myrtur var stunginn og skotinn. Lík hans fannst í flutningabílnum en árásarmaðurinn flúði af vettvangi.

Karlmaður var handtekinn skömmu síðar en hann hefur neitað sök við yfirheyrslur og telur lögregla að hann sé ekki hinn seki. Honum hefur verið sleppt.

Auglýsing

læk

Instagram