Logi Bergmann ætlaði að mæta aftur í vinnu á Stöð 2 og vinna uppsagnarfrestinn en því var hafnað

365 hefur hafnað vinnuframlagi Loga Bergmanns en hann hugðist mæta til vinnu á mánudaginn og vinna árs uppsagnarfrest sinn. Lögmaður Loga tilkynnti 365 þetta og fékk þau svör að vinnuframlagi hans væri hafnað og að hann fengi ekki greidd laun í uppsagnarfresti. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á kröfu 365 um lögbann á störf Loga Bergmanns hjá Árvakri og Símanum.

Logi sagði skilið við 365 um miðjan október og hóf störf hjá Árvakri. Til stendur að hann stýri morgunþætti á K100 og skrifi reglulega pistla í Morgunblaðið en miðlarnir eru báðir í eigu Árvakurs. Þá stendur til að hann vinni sjónvarpsefni fyrir Sjónvarp Símans í samstarfi við Árvakur.

Lögbann á störf Loga verður þingfest á þriðjudag og þá kemur í ljós hvort það verði staðfest eða ekki.

Auglýsing

læk

Instagram