Maður á áttræðisaldri fannst látinn í fangelsinu á Sogni

Fangi í fang­els­inu á Sogni í Ölfusi fannst þar lát­inn á fimmtu­dag í síðustu viku. Þetta staðfest­ir Páll E. Win­kel fang­els­is­mála­stjóri í samtali við Morgunblaðið. Ekk­ert bend­ir til að and­látið hafi borið að með sak­næm­um hætti en fram kemur að lögreglan rann­sak­i málið engu að síður.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var hinn látni maður á átt­ræðis­aldri og sat inni eft­ir að hafa orðið bróður sín­um að bana á sveita­bæ í upp­sveit­um Árnes­sýslu vorið 2018. Maðurinn fékk sjö ára dóm fyrir morðið í héraði en hann var svo lengdur í 14 ár í Landsrétti.

Auglýsing

læk

Instagram