Maðurinn sem slasaðist við vinnu á Húsavík varð fyrir skoti

Eins og fjölmiðlar greindu frá í gær slasaðist starfsmaður kísilvers PCC á Bakka alvarlega síðdegis í gær þegar verið var að tappa af fljótandi málmi úr öðrum ofni verksmiðjunnar. Maðurinn er ekki lífshættulega slasaður en var fluttur sjúkrahúsið á Akureyri. Fréttablaðið greinir frá því í dag að maðurinn hafi orðið fyrir skoti úr afar öflugu skotvopni sem notað er við að opna bræðsluofna fyrirtækisins. 

Fram kemur í frétt Fréttablaðsins að slysið hafi orðið þegar maðurinn var að var að opna ofn í verksmiðjunni. Til þess er notað öflugt skotvopn en skotið endurkastaðist í handlegg mannsins.

„Við tókum þetta verkfæri úr umferð í gærkvöldi og í dag verður farið í að áhættugreina upp á nýtt þetta svæði í verksmiðjunni og farið í framkvæmdir til að gera það öruggara. Öll slys eru alvarleg og við reynum nú að greina allar orsakir,“ sagði Jökull Gunnarsson, forstjóri PCC í samtali við Fréttablaðið.

Vinnueftirlitið vinnur að rannsókn málsins.

Auglýsing

læk

Instagram