Máni í Harmageddon lofaði að dansa á nærbuxunum á tónleikum FM Belfast ef VG færi í stjórn með Sjálfstæðisflokki

Þorkell Máni Pétursson eða Máni í Harmageddon eins og hann er jafnan kallaður er með stóran munn og það hefur oft afleyðingar. Máni lofaði því í október síðastliðnum að dansa á nærbuxunum uppi á sviði á næstu tónleikum hljómveitarinnar FM Belfast ef svo færi að Vinsti Grænir færu í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Í dag verður ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna kynnt og Máni segist ætla að standa við stóru orðin.

Hljómsveitin endurbirti tíst Mána í morgun og minnti hann á loforðið. Hljómsveitin spilar á tónleikum í Bern í Swiss í kvöld og bauð honum að sjálfsögðu að mæta á sviðið í kvöld.

Þó svo að Máni muni væntanlega ekki stíga á stokk í kvöld þá segist hann í svari til hljómsveitarinnar vera maður orða sinna. „Ætli ég verði ekki að standa við orð mín. Get ekki verið þekktur fyrir annað,“ skrifar Máni.

Við gerum ráð fyrir því að þessir tónleikar verði auglýstir sérstaklega.

Auglýsing

læk

Instagram