Miðar frá Orkunni okkar við leiði í Fossvogskirkjugarði – Samtökin segjast ekki bera ábyrgð

Auglýsing

Færsla Erlings Sigvaldasonar á Twitter hefur vakið mikla athygli en Erlingur rakst á auglýsingamiða frá Orkunni okkar á göngu sinni um Fossvogskirkjugarð.

Aðspurður hvort að um sé grín að ræða segist Erlingur vona að svo sé en að aðkoman hafi verið eins og má sjá á myndunum hér að neðan.

Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir í samtali við Vísi í dag að þetta sé ekki gert á vegum samtakanna. Vigdís Hauksdóttir, annar talsmanna samtakanna, vildi ekki tjá sig um málið sen segir ljóst að þetta sé ekki á þeirra vegum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram