Mikið grín gert að sögustund Óla Stef: „Ég hef aldrei séð svona fyndið á ævinni“

Myndband af Ólafi Stefánssyni, fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta hefur vakið mikla athygli. Ólafur hélt sögustund fyrir eldri borgara í Valsheimilinu í síðasta mánuði sem sló í gegn.

Íslendingar hafa verið duglegir að gera grín að óhefðbundinni sögustund Ólafs á samfélagsmiðlum og er óhætt að segja að fólk hafi skemmt sér vel yfir myndböndum af athæfinu.

Sjá einnig: Óli Stef fer á kostum með með söng og trommu að vopni – Sjáðu myndbandið

Í Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport var Ólafur hluti af liðnum Le Kock Hætt’essu og þáttastjórnendur gátu ekki haldið inn í sér hlátrinum.

Þá hefur verið vinsælt að klippa tónlist inn í myndbandið og eins og sjá má er útkoman yfirleitt stórkostleg.

Hér má svo sjá brot úr umræðunni á Twitter

Auglýsing

læk

Instagram