Of Monsters and Men skiptir umboðsskrifstofu

Of Monsters and Men hefur gengið til liðs við umboðsskrifstofuna Mick Managment. Hljómsveitin er þar með komin í hóp með hljómsveitum á borð við Animal Collective, Passion Pit, Tokyo Police Club og The Walkmen. Svo er hann Ásgeir Trausti einnig hjá Mick Managment.

Heather Kolker, umboðsmaður OMAM, hóf nýlega störf hjá Mick Managment og það mætti segja að hún hafi tekið Of Monsters and Men með sér.

Sjá einnig: Þungavigtarmaður stýrir upptökum á nýjustu plötu Of Monsters and Men

Of Monsters and Men er nú á lokametrunum með aðra plötu sína. Hljómsveitin dvelur nú í sólinni í Los Angeles þar sem platan verður kláruð.

Fyrsta plata Of Monsters and Men kom út árið 2011 og sló rækilega í gegn. Hljómsveitin hefur ferðast um allan heim og komið fram á stórum tónlistarhátíðum og sjónvarpsþáttum. Von er á næstu plötu á fyrri hluta næsta árs.

Arnar Rósenkranz Hilmarsson, trommari hljómsveitarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ferlið við gerð nýju plötunnar sé talsvert ólíkt fyrstu plötunni.

Það er meiri alvara í þessu núna. Platan sem við erum að vinna að nú er mun heilsteyptari en sú fyrri sem innihélt samansafn laga sem höfðu verið samin yfir langt tímabil. Auk þess höfum við starfað með bandaríska upptökustjóranum Rich Costey sem setur sinn svip á plötuna.

Costey þessi er mikill þungavigarmaður í bransanum og hefur unnið með hljómsveitum á borð við Muse, Foster the People, The Shins, Nine Inch Nails, Franz Ferdinand, Interpol, Arctic Monkeys, Bloc Party og Sigur Rós.

Auglýsing

læk

Instagram