Morrissey hættir við að spila á Íslandi: Kjötsala í Hörpu gerði útslagið

Auglýsing

Breski tónlistarmaðurinn Morrissey, söngvari hinnar sálugu The Smiths, átti að koma fram í Hörpu á árinu en hætti við. Af hverju? Vegna þess að það er boðið upp á kjöt í húsinu. Þetta kemur fram á aðdáendasíðunni True to You og einnig á vefnum Stereogum.

Sjá einnig: Ekki hægt að segja veitingastöðum hvað þeir mega vera með á matseðlunum

Morrissey kom síðast fram á Íslandi árið 2006. Ekki kemur fram nákvæmlega hvenær hann átti að koma fram á Íslandi en í yfirlýsingu frá söngvaranum segist hann hafa beðið lengi eftir því að snúa aftur til Íslands.

Ég elska Ísland og hef beðið lengi eftir því að snúa aftur. En ég leyfi Hörpu að eiga sig með sinn holdétandi blóðþorsta.

Í fréttinni kemur einnig fram að enginn annar salur hafi verið í boði á þeim tíma sem hann ætlaði að koma fram.

Auglýsing

Morrissey er grænmetisæta og fer ekki leynt með skoðanir sínar á kjötáti og kjötætum. Frægt er þegar hann stöðvaði tónleika á Coachella-tónlistarhátíðinni þegar hann fann lykt af grilluðu kjöti. Þá sagðist hann vona að það væri verið að grilla fólk, en ekki dýr.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram