Framleiða mögulega bláan Ópal aftur: „Getur vel verið að það komi góðar fréttir á næsta ári“

Ekki er útilokað að sælgætið blár Ópal og Piparpúkar verði aftur fáanlegt í verslunum, jafnvel á næstu misserum. Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus hefur verið að þreifa fyrir sér í framleiðslu á sælgætinu að undanförnu.

Þetta kemur fram á Vísi en þar segir að fréttastofan sé með nýjan bláan opalpakka undir höndum.

Framleiðslu á bláum Ópal var hætt í september árið 2005. Ástæðan var sú að hætt var að fram­leiða mik­il­væg­asta bragðefn­ið og þrátt fyr­ir ít­ar­lega eft­ir­grennsl­an og rann­sókn­ir sæl­gæt­is­meist­ara Nóa Síríuss fannst ekki hliðstætt efni hjá öðrum fram­leiðend­um.

Sjá einnig: Pakki af bláum Ópal boðinn hæstbjóðanda

Rætt er við Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Hann segir að sífellt sé unnið að því að finna réttu bragðefnin svo hægt sé að bregðast við óskum neytenda.

„Það getur vel verið að það komi góðar fréttir á næsta ári,“ segir Auðjón í samtali við Vísi. 

Auglýsing

læk

Instagram