Myspace-Tom snýr aftur til landsins: Telur sig vera með skothelda viðskiptahugmynd

Bandaríski auðkýfingurinn Tom Anderson er mættur til landsins á ný en hann hélt upp á síðustu jól hér á landi, eins og fjölmiðlar greindu frá.

Anderson er þekktastur fyrir að hafa stofnað samfélagsmiðilinn Myspace árið 2003. Myspace naut gríðarlegra vinsælda á árum áður en tilraunir söngvarans Justin Timberlake, sem keypti hlut í fyrirtækinu árið 2011, og annarra til að endurvekja þær vinsældir hafa misheppnast.

Anderson telur sig vera með skothelda viðskiptahugmynd sem myndi gera einhvern góðan frumkvöðul að milljónamæringi. Hann vill sjá pylsuvagn, sem yrði opinn allan sólarhringinn, á leiðinni frá Selfossi til Jökulsárlóns.

Frá þessu greinir hann á Twitter.

Hann greinir einnig frá því að hann hafi gleymt þrífætinum sínum á ströndinni við Vík.

Anderson kom til landsins í desember í fyrra og lýsti hrifningu sinni á landi og þjóð í færslu á samfélagsmiðlinum Google+.

Ég hef dvalið hér í tvær vikur. Þetta er alveg magnaður staður. Íshellar, norðurljós yfir snjóþöktum fjöllum, ótrúlega bláir ísjakar á svörtum ströndum, fossar hvert sem litið er, falleg hús, töff borgir (Reykjavík og Akureyri) og endalausar snjóbreiður.

Auglýsing

læk

Instagram