Nútíminn tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna

Nútíminn hefur verið tilnefndur sem besti vefmiðillinn á Íslensku vefverðlaununum í ár. Sjö manna dómnefnd sérfræðinga úr vefiðnaðinum valdi þá vefi sem tilnefndir eru úr um 140 innsendum ábendingum.

Vísindavefurinn hlaut verðlaunin í fyrra, Vísir.is árið þar áður og vefur RÚV árið 2011. Íslensku Vefverðlaunin eru veitt af Samtökum Vefiðnaðarins, SVEF, og eru veitt þeim íslensku vefverkefnum sem hafa þótt skara framúr.

Nútíminn fór í loftið 25. ágúst í fyrra og segir fréttir af fólki og pólitík.

Nútíminn reynir að segja frá á öðruvísi og ferskan hátt. Við viljum að sjálfsögðu vera fyrst með fréttirnar og það hefur tekist oft og mörgum sinnum á þessum tæplega fimm mánuðum sem vefurinn hefur verið í loftinu.

Nútíminn sagði t.d. fyrstur fjölmiðla frá afsögn Hönnu Birnu og var einnig fyrstur til að segja frá komu Beyoncé og Jay-Z — svo fátt eitt sé nefnt.

Þá gerum við okkar besta við að skýra flókin mál á einfaldan hátt með örskýringum og um áramótin byrjuðum við að bjóða upp á hlaðvarp í samstarfi við Alvarpið. Loks hefur pistlaliðurinn okkar, sem við köllum Raddir, verið lifandi, skemmtilegur og fræðandi.

Íslensku vefverðlaunin verða afhent í Gamla bíói 30. janúar. Lista yfir tilnefningar til vefverðlaunanna má finna á hér.

Auglýsing

læk

Instagram