Nýjungar í iOS 12: Eldri símar verða hraðari, hópsamtal á FaceTime og símafíkn heyrir sögunni til

Apple kynnti á dögunum nýjungar í stýrikerfið iOS 12 sem kemur í haust.

Ný og gömul tæki munu vinna töluvert hraðar

Öll tæki með iOS 12 stýrikerfið munu vinna mun hraðar en nú er raunin. Það gildir einnig um eldri tæki. Símar og spjaldtölvur sem vinna núna á iOS 11 stýrikerfinu verður hægt að uppfæra, allt aftur til iPhone 5s og iPad Air frá árinu 2013. Sem dæmi munu smáforrit í iPhone 6 Plus, sem hefur verið uppfærður í iOS 12 stýrikerfið, opnast 40% hraðar en með núverandi stýrikerfi.

Notendur verða ekki eins háðir símanum

Síminn getur verið mikill tímaþjófur og margir eru háðir honum. Apple vill minnka símafíknina og munu notendur nú sjá hvernig þeir eyða tímanum í símanum og geta tímastillt notkun forrita. Foreldrar munu einnig eiga möguleika á því að stjórna tímanum sem börnin þeirra eru í símanum.

Animoji og Memoji

Animoji-tákn, hreyfanleg emoji-tákn, sem komu til sögunar á síðasta ári verða nú fleiri. Apple kynnti einnig til sögunar Memoji, sem virka dálítið eins og Bitmoji á Snapchat. Hægt verður að sérstilla hár og andlit þeirra og þeir munu hreyfast með andliti í rauntíma.

Stephen Fry virðist eiga í einhverjum vandræðum með sinn Memoji.

Hópar geta talað saman í FaceTime

Loksins verður hægt að tala við hópa á FaceTime, eitthvað sem margir notendur iPhone hafa beðið óþreyjufullir eftir. Hægt verður að tala við allt að 32 manneskjur í einu.

32 manneskjur í einu….

https://twitter.com/hitchhikerdog/status/1003715642451791873?ref_src=twsrc%5Etfw&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.buzzfeed.com%2Fmorganmurrell%2Ftwitter-reactions-iphone-facetime-group-feature

Tilkynningar flokkaðar saman

iOS 12 mun flokka tilkynningar frá sama forritinu í einn hóp sem verður hægt að tosa niður og skoða hverja tilkynningu fyrir sig eða hreinsa allar út. Stýrikerfið mun líka bjóða upp á að slökkva á tilkynningum frá forritum sem eru sjaldan notuð.

Þessi notandi getur tekið gleði sína á ný.

Flýtileiðir

Nýja forritið Shortcuts býður notandanum upp á að gera flýtileiðir sniðnar að sínum þörfum og tengja við talgervilin Siri. Til dæmis á að vera mögulegt að segja „I’m heading home“ eða „Ég er á leiðinni heim“ við Siri og hún mun stilla á uppáhalds útvarpstöð eigandans og setja upp leiðina heim í Apple Maps.

Hér er það helsta sem kom fram í kynningu Apple

 

Auglýsing

læk

Instagram