Ólafur Arnarson segir af sér sem formaður Neytendasamtakanna

Ólafur Arnarson hefur sagt af sér sem formaður Neytendasamktanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér og mbl.is greinir frá. Ólafur var kjörinn formaður Neytendasamtakanna í október á síðasta ári. Í gær greindi RÚV frá því að stjórn samtakanna hafi gripið til aðgerða til að takmarka aðgang hans að daglegum rekstri.

Í yfirlýsingunni segir hann stjórn samtakanna hafa borið sig þungum sökum sem séu allar á skjön við raunveruleikann, ef ekki upplognar.

Sjá einnig: Rekstur á appi sem Ólafur Arnarson fyrirskipaði fer illa með Neytendasamtökin

Ákvörðunin um að taka yfir rekstur á Strimils-appinu, sem Neytendasamtökin tóku yfir í janúar, var ekki borin undir stjórn samtakanna. Samkvæmt heimildum Nútímans hefur sú ákvörðun ofan á margt annað valdið þeirri erfiðu stöðu sem komin er upp. Í lok júní ákvað stjórn Neytendasamtakanna að segja upp öllu starfsfólki sínu. Uppsagnirnar voru liður í endurskipulagningu og endurfjármögnun samtakanna og í tilkynningu kom fram að samtökin vonist til að starfsfólk verði endurráðið áður en uppsagnarfrestur renni út.

„Þessi staða er að mestu leyti tilkomin vegns óhóflegra útgjalda sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar. Þegar stjórn varð ljóst hver staðan var lýsti hún yfir vantrausti á formanninn og skoraði á hann að stíga til hliðar,“ segir í tilkynningu stjórnar.

Í janúar bárust fréttir af því að Neytendasamtökin myndu taka við rekstri Strimils en nafni appsins var í kjölfarið breytt í Neytandinn. Appið gerir neytendum kleift að safna miðlægt upplýsingum um verðlag í verslunum með því að skanna inn eigin innkaupastrimpla í símann sinn. Notendur fá yfirlit yfir eigin innkaup og geta borið verð innkaupakörfunnar saman við verðlag í fleiri verslunum.

Rekstur á slíku appi er hleypur á milljónum og samkvæmt heimildum Nútímans var samningurinn ekki borinn undir stjórn Neytendasamtakanna. Þá var hann ekki fjármagnaður og samtökin hafa engar tekjur af því.

Auglýsing

læk

Instagram