Óprúttinn ökuníðingur spólaði upp tjaldsvæðið í Herjólfsdal: „Skildi það eftir stórlaskað“

Skemmdir voru unnar á hluta tjaldsvæðisins í Herjólfsdal um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Tjaldsvæðið hýsir árlega gesti Þjóðhátíðar í Eyjum. „Einhver gerði sér það að leik að spóla um svæðið á bifreið og skildi það eftir stór laskað eins og meðfylgjandi myndir sýna,“ segir í tilkynningu frá lögreglu sem óskar eftir upplýsingum frá bæjarbúum um málið.

Auglýsing

læk

Instagram