Örþreyttur Grímur sofnaði í sófa Rögnu Fossberg á RÚV áður en hann mætti í viðtal í Kastljósi

Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni andláti Birnu Brjánsdóttur, sofnaði í sminkherberginu á RÚV þegar rannsókn málsins stóð sem hæst í janúar.

Grímur gaf Kastljósi góðfúslegt leyfi til að birta mynd sem náðist af honum sofandi í sófa Rögnu Fossberg förðunarmeistara. „Á fyrstu viku rannsóknarinnar gafst lítill tími til hvíldar enda rannsóknin umfangsmikil og fjölmennt lið lögreglu, björgunarsveitarfólks auk annarra við störf allan sólarhringinn,“ segir í færslu Kastljóss.

Að kvöldi fimmtudags í þeirri viku var Grímur gestur Kastljóssins og eftir að hafa fengið smink náði hann að vinna lítillega upp tapaðan svefn og blundaði í fáeinar mínútur í sófa Rögnu Fossberg förðunarmeistara í sminkherberginu.

Færslu Kastljóss má sjá hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram