Pétur Jóhann stýrir nýjum leikjaþætti

Pétur Jóhann Sigfússon sem stýrir þættinum Spilakvöld á laugardagskvöldum á Stöð 2 í vetur. Þættirnir eru að erlendri fyrirmynd og kallast Hollwood Game Night í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

„Það er ekkert á hverjum degi sem manni bjóðast verkefni sem maður verður smeykur við. Og ef ég verð smeykur við verkefni strax, þá heillar það meira,“ segir Pétur í Fréttablaðinu.

Þar kemur einnig fram að þættirnir hafi notið mikilla vinsælda vestanhafs, fengið fína dóma og mikið áhorf. Leikkonan Jane Lynch, sem er þekktust fyrir leik sinn í Glee, er þáttarstjórnandi í Bandaríkjunum.

Pétur segir í Fréttablaðinu þættina eins og spilakvöld, eins og nafnið gefur til kynna. „Vinir að hittast og fara í leiki,“ segir hann.

Þetta er nýtt og öðruvísi fyrir mér. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki gert áður og er áskorun. Mér finnst líka gaman að vera á laugardagskvöldum, það verða vonandi margir sem geta haft gaman af.

Tvö fjögurra manna lið keppa í fjölbreyttum þrautum í þáttunum. Þrír þekktir einstaklingar verða í hvoru liði og svo einn sem er valinn af handahófi.

Sjá einnig: Hvað geta bankar lært af öðrum? Fundur í beinni útsendingu á Nútímanum

Hér má sjá brot úr þættinum í Bandaríkjunum.

Auglýsing

læk

Instagram