Prufuútgáfa af nýjum vef Alþingis komin í loftið

Prufuútgáfa nýjum vef Alþings er komin í loftið á slóðinni beta.althingi.is. Vefurinn er mjög frábrugðinn gamla vefnum en skiptar skoðanir eru um hann á meðal Pírata.

Píratar ræða prufuútgáfuna af nýja vefnum sín á milli á Pírataspjallinu á Facebook, sem er opinn umræðuvettvangur flokksins. Skiptar skoðanir eru á meðal þeirra sem taka þátt í umræðunni — tuttugu sinnum betri en sá gamli segir einn, lýsandi dæmi um hvað Alþingi er langt á eftir tækniumræðu og þróun, segir annar.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, leggur orð í belg í umræðunni og segist binda vonir við að vefurinn verði betri.

„En mér er farið að koma ágætlega við vefinn eins og hann er. Það góða við hann er að hann breytist aldrei þannig að þegar maður uppgötvar eitthvað nýtt, þá er það mjög dýrmæt og varanleg þekking,“ segir hann.

En ég sé strax að nýi vefurinn er mun betri upp á þátttöku almennings að gera. Það eru ýmsir hlutir sem maður finnur ekki nema maður viti af þeim, sem finnast auðveldlega á nýja.

Helgi segir vefinn lofa góðu. „Þetta er vissulega miklu skýrari uppsetning.“

Auglýsing

læk

Instagram