Reyndu að lokka 3 drengi uppí bíl með nammi: „Þegar strákarnir neituðu og hlupu burt kom bíllinn á eftir þeim“

Íbúi í Grafarholti sagði frá því á Facebookhópnum, „Ég er íbúi í Grafarholti“ að tveir menn hefðu reynt að lokka þrjá drengi upp í bíl til sín. Mennirnir sem óku um á appelsínugulum bíl reyndu að freista drengjanna með nammi en án árangurs. Það er vísir.is sem greinir frá þessu í morgun.

Foreldrið sem lýsir atvikinu vill brýna fyrir öðrum foreldrum að vera vakandi og fara vel yfir það með börnum sínum hvað gera skuli í aðstæðum sem þessum, „Þegar strákarnir neituðu og hlupu burt kom bíllinn á eftir þeim. Þeir komust heim en var brugðið. Endilega varið börnin ykkar við og farið með þeim yfir hvernig á að bregðast við svona aðstæðum.“

Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi ekki borist tilkynning um þetta tiltekna atvik en mál sem þessi séu alltaf litin alvarlegum augum. Hann sagir að í sumum tilfellum kunni að vera eðlilegar skýringar en stundum sé þetta ekki eins og vera ber.

Auglýsing

læk

Instagram