Reynir aftur að laða ungt fólk heim með áburðarverksmiðju

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram þingsályktun um að ríkið kanni möguleika þess að reisa áburðarveksmiðju. Þorsteinn lagði sömu tillögu fram á síðasta þingi en þá var hún ekki tekin til umræðu.

Rifjum upp hvað kemur fram í greinargerð um frumvarpið:

Brýn þörf er á að skapa ný vel launuð störf hér á landi til að vinna bug á atvinnuleysi, til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni.

Í greinargerðinni kemur einnig fram að brýnt sé að hefja nú þegar hagkvæmniathugun vegna byggingar áburðarverksmiðju „sem lið í því að fjölga hálaunastörfum í gjaldeyrisskapandi starfsemi.“

Vigdís Hauksdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Haraldur Einarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir flytja tillöguna með Þorsteini. Þau eru öll þingmenn Framsóknarflokksins.

Auglýsing

læk

Instagram