Rikka gagnrýnir vinnubrögð Séð og heyrt

Fjölmiðlakonan Rikka gagnrýnir vinnubrögð tímaritsins Séð og heyrt á Facebook-síðu sinni í dag. Tímaritið fjallar um að hún hafi sjálf greitt fyrir vörur sínar í Fríhöfninni en ekki kærasti hennar, athafnamaðurinn Skúli Mogensen, og Rikka veltir fyrir sér hvort blaðamaðurinn sé af þeirri kynslóð að honum finnist konan eigi að vera heima á bakvið eldavélina.

„Ég get nú hreinlega ekki orða bundist yfir þessari frétt ef að frétt skyldi kallast. Yfirleitt læt ég svona sápukúlur sem vind um eru þjóta en þarna koma fram punktar sem kalla á svar og umræðu,“ segir Rikka.

Hún er einnig ósátt við að blaðið skuli nota mynd frá henni í óleyfi ásamt því að telja upp og fara rangt með hvað var að finna í innkaupakörfu hennar.

„[Mér þykir] undarlegt að það sé frétt að konan skuli borga fyrir það góss sem að hún velur sér að versla? Er viðkomandi blaðamaður af þeirri kynslóð að honum finnist konan eigi að vera heima bakvið eldavélina, sæt og prúð? Hvaða skilaboð er verið að senda út?“ spyr hún.

Þá velti ég því fyrir mér á hvaða stað viðkomandi fjölmiðill er kominn þegar verið er að rýna ofan í innkaupakörfu einstaklinga og telja það upp sem í henni er, það er þó allavega ágætisþumalputtaregla að hafa það rétt hvað var keypt til þess að „fréttin“ sé á rökum reist.

Þá bendir hún á að Lech er Austurríki en ekki Sviss, eins og kemur fram í fréttinni.

„En í kunnáttunni endurspeglast kannski kynslóðabilið, getur verið að Lech hafi verið hluti af Sviss þegar viðkomandi sleit barnsskónnum?“

 

Loks gefur hún viðkomandi blaðamanni falleinkunn fyri stærðfræðikunnáttu þar sem rangt var farið með aldur hennar, áður en það var leiðrétt.

Auglýsing

læk

Instagram