Ringlaðir Costco-kúnnar dældu röngu eldsneyti á bílana sína, starfsmaður N1 kallaður út á dæluna

Costco opnaði bensínstöð sína í Kauptúni í Garðabæ í dag. Eldsneytið er talsvert ódýrara þar en annars staðar en taka skal fram að fólk þarf að vera með Costco-aðild, sem kostar 4.800 krónur á ári, til að geta keypt þar eldsneyti.

Sjá einnig: Það sem þú ættir að kaupa og það sem þú ættir alls ekki að kaupa í Costco

Í fréttunum á RÚV í kvöld kom fram að einhverjir viðskiptavinir hafi verið svo æstir í sparnaðinn að þeir dældu röngu eldsneyti á bílana sína. Og kaldhæðnislega var starfsmaður N1 kallaður á staðinn til að dæla ranga eldsneytinu af bílunum.

Hjörtur Jónsson, starfsmaður N1, sagði í kvöldfréttunum á RÚV að hann væri á svæðinu til að dæla röngu eldsneyti af bíl. „Það var tekið rangt eldsneyti á þennan bíl,“ sagði hann.

Það var dælt bensíni á dísilbíl. Þetta er annar bíllinn á þessu plani. Þetta er aðeins ódýrara og æðibunugangurinn mikill — [fólk] að ná sér í eitthvað ódýrt.

Costco opnar formlega í fyrramálið klukkan 9. Búist er við miklum fjölda fólks í opnuna og hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að hjálpa til.

Auglýsing

læk

Instagram