Sækir um átta milljóna styrk hjá Vestmannaeyjabæ til að skrifa sögu hurðarhúnsins

Rithöfundurinn Halldór Armand sótti á dögunum um menningarstyrk hjá Vestmannaeyjabæ upp á átta milljónir. Styrkinn vill hann nota til að einbeita sér að því að skrifa sögu hurðarhúnsins næstu tvö árin.

Bréf Halldórs er stórkostlegt og má sjá hér fyrir neðan.

Í samtali við Nútímann segist Halldór engin svör hafa fengið. „En ég geri líka ráð fyrir að stór hluti bæjarstjórnar sé ennþá í sumarfríi,“ segir hann.

Auðvitað væri draumi líkast að fá að vinna að öllum bindum Sögu hurðarhúnsins á svona fallegum stað en ég geri ráð fyrir að margar áhugaverðar umsóknir berist um menningarstyrki og maður getur ekki gengið að neinu sem vísu.

Spurður hvort hann hafi sótt um hefðbundin listamannalaun segist hann hafa sótt árangurslaust um árið 2013 eftir að hafa gefið út fyrstu bókina sína.

Sjá einnig: Vilja banna drónaflug á Þingvöllum: Þjónustumiðstöðin sprengd í skáldsögu

„Svo missti ég af frestinum í fyrra. Augljóslega er ég fylgjandi listamannalaunum, en ríkisstyrkir til lista eru engu að síður töluvert flóknara og margþættara viðfangsefni en þjóðfélagsumræðan um þá ber iðulega með sér,“ segir hann.

„Bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur vakið máls á því opinberlega að Íslendingar hafi mögulega ekki efni á því að reka þjóðleikhús, Hörpu, sendiráð og fleira. Ég trúi þó ekki öðru en að annað gildi um Sögu hurðarhúnsins, þessa vanmetna handfangs sem í árþúsundir hefur létt okkur lífið hvað aðskilin rými varðar.“

Halldór les nýtt efni á Hýrum húslestrum, bókmenntaviðburði Hinsegin daga, í Iðnó klukkan 17 ídag ásamt mörgum góðum höfundum. 

Auglýsing

læk

Instagram