Samviskusamir bandarískir ferðamenn sendu Ferðamálastofu sand og grjót eftir ómeðvitað rán

Bandarískir ferðamenn sem voru hér á landi á síðasta ári voru svo heillaðar af landinu að þau ákváðu að taka með sér sand og steinvölu heim til Bandaríkjana. Þau komust þó seinna að því að það væri ólöglegt og sendu sandinn og grjótið til Ferðamálastofu ásamt bréfi þar sem þau báðust innilegrar afsökunar. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Ferðamálastofu.

Ástæðan fyrir því að þau tóku gripina var sú að þau vildu að dóttir þeirra gæti sýnt kennara og bekkjarfélögum munina frá Íslandi. Eftir nokkra mánuði komust þau þó að því að það væri ólöglegt og brugðust skjótt við.

„Okkur þykir afar leitt að hafa gert þetta og skilum hér með bæði sandinum og steininum heim til Íslands,“ sögðu þau í bréfinu.

Þar sem Íslands myndaðist í eldsumbrotum geta sandurinn og steinarnir líklega átt heima hvar sem er. Við viljum því vinsamlegast biðja ykkur að koma þessu aftur út í náttúruna fyrir okkur.

Í færslu Ferðamálastofu þakka þau kærlega fyrir og lofa að koma sendingunni fyrir á viðeigandi stað við fyrsta tækifæri.

Samviskusamir ferðamenn! Af og til berast okkur á Ferðamálastofu skemmtilegar og áhugaverðar sendingar. Í vikunni…

Posted by Ferðamálastofa / Icelandic Tourist Board on Fimmtudagur, 28. september 2017

Auglýsing

læk

Instagram