Sérsveitin í Hafnarfirði: Götum lokað og íbúar beðnir um að halda sig innandyra

Maðurinn var handtekinn skömmu eftir miðnætti. Nánar hér.

Það sem við vitum:

  • Umsátursástand er við Kirkjuvelli 7 í Hafnarfirði.
  • Aðgerðin beinist gegn einum einstaklingi í húsinu.
  • Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV á maðurinn langa sögu afbrota og hefur meðal annars nýverið hlotið dóm fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti.
  • Samkvæmt mbl.is barst til­kynn­ing um ónæði. Skömmu seinna barst önn­ur til­kynn­ing um að maður­inn kynni að vera vopnaður og að skot­hvell­ir hefðu heyrst frá íbúðinni. Í kjöl­farið var sér­sveit­in kölluð út. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is heyrðust þrjú riff­il­skot.
  • Fjölmennt lið sérsveitarinnar er á svæðinu ásamt lögreglu og sjúkraliðum.

Fréttin verður uppfærð þegar upplýsingar berast.

Uppfært kl. 00.55: Samkvæmt upplýsingum Nútímans eru óvenjumargir Hafnfirðingar á ferli í hverfinu og lögregla á fullt í fangi með að vísa fólki frá svæðinu.

Uppfært kl. 00.40: Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV á maðurinn langa sögu afbrota og hefur meðal annars nýverið hlotið dóm fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti.

Uppfært kl. 00.07: Lögreglan á svæðinu hefur upplýst íbúa um að búist sé við að aðgerðirnar taki ekki mjög langan tíma. Um sé að ræða einstakling í íbúð og að fólk sé ekki í hættu ef það heldur sig fyrir utan lokuð svæði.

Uppfært kl. 23.53: Íbúar á svæðinu ræða sín á milli um ástandið í hópi á Facebook. Þeir furða sig á því að fá ekki upplýsingar um ástandið og eru skelkaðir.

Uppfært kl. 23.48: Sérsveitarmönnum fjölgar á svæðinu, samkvæmt upplýsingum Nútímans.

Uppfært kl. 23.48: Sjúkrabíll er í viðbragðsstöðu.

Uppfært kl. 23.46: Lögreglan hefur umkringt fjölbýlishús í hverfinu og sérsveitin er farin inn. Læti hafa heyrst úr íbúð en íbúar telja ekki að um skothvell hafi verið að ræða fyrr í kvöld, heldur að lamið hafi verið með járnröri í svalir, samkvæmt upplýsingum Nútímans.

Uppfært kl. 23.32: Enn fást engar upplýsingar um hvað er að gerast í Hafnarfirði.

Uppfært kl. 23.28: Fjölmennt lið frá sérsveitinni er mætt á svæðið.

11830707_10206212723375603_190186330_n

Uppfært kl. 23.26: Sérsveitin á svæðinu.

11844081_10206212714695386_91739144_n

Uppfært kl. 23.23: Lögreglubílum fjölgar á svæðinu, samkvæmt upplýsingum Nútímans.

Auglýsing

læk

Instagram