Sex hlutir sem Donald Trump sagði í viðtalinu í 60 mínútum

Donald Trump mætti í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal sem verðandi forseti í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur á sunnudaginn. Þar greindi Trump meðal annaras frá nokkrum af þeim kosningaloforðum sem hann stefnir á að framfylgja.

Nútíminn tók saman af þessum loforðum.

 

1. Dómarinn sem hann skipar í hæstarétt verður á móti fóstureyðingum

Eitt af fyrstu verkefnum Trump verður að skipa nýjan dómara í hæstarétt Bandaríkjanna. Trump segir að dómarinn verði „pro life“ eða á móti fóstureyðingum sem gæti orðið til þess hvert ríki innan Bandaríkjanna setji eigin lög um fóstureyðingar, sem yrðu óhjákvæmilega bannaðar einhvers staðar. Trump segir að konur sem búa í ríkjum þar sem fóstureyðingar yrði bannaðar þyrftu þá að leita til annarra ríkja.

2. Hann staðfesti að veggur verði byggður á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna

Eitt af aðalbaráttumálum Trump var loforð hans um að byggja vegg á landamærunum Mexíkó og Bandaríkjanna. Trump sagðist í viðtalinu ætla að byggja vegginn og að hann væri mjög góður í slíkri vinnu.

Hann segist mögulega vera tilbúinn í að reisa girðingu í stað veggjar á ákveðnum stöðum landamæranna eins og Repúblikanar innan þingins eru að leggja til.

3. Hann sagði að úrskúrður hæstaréttar um að leyfa samkynja hjónbönd væri „í lagi“ 

LGBTQ ætti því ekki að þurfa að óttast að þessi réttindi verði tekin af þeim og segist Trump alltaf hafa verið „stuðningsmaður.“

4. Hann segist ekki vera viss um hvort hann ætli að koma Hillary Clinton bak við lás og slá

Í kappræðunum fyrir kosningarnar sagðist Trump ætla ráða sérstakan saksóknara til þess að koma Hillary Clinton í fangelsi vegna tölvupóstamálsins. Hann var hinsvegar ekki alveg eins harður á því að fylgja því eftir í viðtalinu. Hann segist þó ætla að koma með klárt svar í næsta þegar hann mætir til þeirra í 60 mínútum.

5. Hann ætlar að fella Obamacare úr gildi og innleiða nýtt kerfi 

Donald Trump segir heilbrigðismál vera í erfiðri stöðu og að þótt hann ætli að fella Obamacare úr gildi taki það aðeins tvo daga að skipta kerfinu út fyrir annað endurskipulagt kerfi.

6. Hann ætlar að taka einn dal í laun sem Bandaríkjaforseti — bara vegna þess að hann þarf að vera með einhver laun samkvæmt lögum

Auglýsing

læk

Instagram