Sigmar Guðmunds hættir sem ritstjóri Kastljóssins

Sigmar Guðmundsson verður ekki ritstjóri Kastljóssins þegar þátturinn snýr aftur úr sumarfríi. Hann mun sinna öðrum verkefnum fyrir RÚV. Þetta kemur fram á Vísi.

Sigmar hefur veruð í Kastljósinu í 13 ár og segir á Vísi fínt að fá hvíld frá því.

Ég ætla ekki að vera ritstjóri næsta vetur. Það hentar mér ekki. Eins og menn vita fór ég í meðferð og er að taka á mínum málm. Stressið og álagið og þessir löngu vinnudagar henta mér engan veginn meðan ég sinni batanum og fjölskyldunni.

Sigmar segir á Vísi að hann og yfirmenn hans hafi verið sammála um þetta. „Ég hef óskað eftir þægilegri innivinnu á skrifstofutíma.“

Óvíst er hver tekur við starfinu af Sigmari.

Auglýsing

læk

Instagram